Fáskrúð í Dölum – Laus leyfi

Fáskrúð í Dölum er fjölbreytt, skemmtileg og krefjandi laxveiðiá sem skilur að Laxárdalshrepp og Hvammssveit en áin á upptök sín á Gaflfellsheiði tugi kílómetra frá sjó og fellur svo til sjávar í Hvammsfjörð um 8 km fyrir norðan Búðardal.

Áin liðast ein um 20 km leið til sjávar en laxgenga svæði hennar er um 12-14 km langt og hefur 36 merkta veiðistaði. Áin getur talist frekar aðgengileg sem laxveiðiá þrátt fyrir stórgrýtt og magnað landslag á köflum. Veitt er á 3 stangir í Fáskrúð og eina leyfilega agnið er Fluga.

Veiðileyfin eru ætíð selda saman í einum pakka, hvert holl.
Inn í verðinu hér að neðan er uppábúið rúm fyrir allt að 6 manns í Ljáskógahúsinu og þrif á veiðihúsi fylgir líka með í verðinu (eðlileg þrif – aukagjald ef umgengni er slæm).
Hægt er að kaupa laus veiðileyf á veiðisöluvefnum www.veiða.is

Úr Fáskrúð, Katlafoss – Mynd: Ritstjórn

Stangaveiðifélag Akraness birti lokatölur í ám félagsins í lok veiðitímabilsins. ,,Veiði lauk í Fáskrúð 30. september. 209 laxar eru skráðir í veiðibókina þetta árið miðað við 220 fiska í fyrra. Líkt og í fyrra veiddust flestir fiskar í september eða 99 laxar, í ágúst 54 laxar og 56 laxar í júlí. Sumarið var þurrt í Dölunum og hafði það áhrif á veiðina.

Veiði í Þverá og Selós lauk 25. september síðastliðin.Í Þverá veiddust 9 laxar og talsvert var líka um urriða.Í Selós veiddust 12 laxar og einnig ágæt urriðaveiði.
Fiskgengd upp á efra vatnasvæði Laxár í Leirársveit var lítil þetta sumarið en í gegnum teljara í Eyrarfossi gengu 484 laxar ( nettó, þegar búið er að draga frá laxa sem gengu niður teljarann). Veiðin í sjálfri Laxánni var 624 laxar.

Ekki er komið í ljós hvort SVFA mun bjóða upp á leyfi í Selós/Þverá á næsta sumri en samningur félagins við veiðifélag Laxár gilti einungis fyrir nýliðið sumar. Eftir 7. september má aðeins veiða á flugu í Selós/Þverá.

Comments

comments

Deila
Fyrri greinJökla