40 bleikjur í dag á fjórum tímum

” Verðið á veiðileyfinu eru 600 krónur fyrir daginn eða svipað og kaffibolli! “

,,Þetta voru um 40 bleikjur á u.þ.b. 4 klukkutímum í dag en ég taldi þær ekki en ég hætti þá veiðum enda kominn nægur afli fyrir mig í bili og ég veiddi þær allar á flugu’’ segir Thomas Björnstad við okkur á Veiðin.is í viðtali í dag. Hann var þá kominn í veiðikofann sinn í hita og huggulegheit eftir veiði dagsins.

En hann var að veiðum í gegnum ís og byrjaði klukkan um hálf níu í morgun og hætti um hádegisbilið og var þá bara mjög ánægður með aflann og fannst nóg komið en hann nýtir fiskinn sjálfur og stundar bæði stangaveiði og skotveiði og er að allt árið.

Núna veiðir hann í gegnum ís inn í Tunhovd firði í Noregi þar sem að hann býr. Við spjöllum saman um veiðar í Noregi á norsku en hann talar ekta norður norsku og notar slettur sem að ég kannast vel við og greinilegt á öllu að hann er útivistar og veiðimaður af lífi og sál.

Ég geri honum grein fyrir því að það sé ekki mjög algengt á Íslandi að fólk sé almennt að veiða í gegnum ís og sérstaklega ekki síðustu vetra sem að hafa verið hlýir. Thomas bregst vel við því og býður mér bara að skella mér upp í flugvél og heimsækja sig og koma út á ísinn að fiska, ,,það er nóg af fiski hér og nóg pláss segir hann og hlær”   Ef að vinir þínir sem að lesa pósta á netsíðunni vilja líka koma, þá skal ég senda þér linka á gistingar og þjónustu hér á morgun ef að þeir hafa áhuga á að veiða hér.

Þakka þér fyrir gott boð um það en hvað kostar veiðileyfið á dag ?  ,,Það kostar 50 krónur fyrir allan daginn’’  50 krónur norskar eru um 600 íslenskar krónur eða u.þ.b. það sama og kaffibolli kostar.

 Thomas er að veiða í -10 til -20 stiga frosti og er með lítið skýli með þaki sem hægt er að sitja í ef að snjóar og kveikja þar upp eld með sprekum úr skóginum og hitar sér t.d. kaffi eða hreindýra súpu yfir eldinum og vermir sér þar eftir að hafa verið dágóða stund á ísnum. Þeir sem til þekkja vita að kuldinn getur vissulega verið meiri í norður Noregi og sérstaklega í innlandinu þar sem að hann getur farið vel yfir frostið sem að við stillum frystikisturnar okkar á.

það er gaman að fá veiðifréttir frá honum Thomasi þegar að það er rólegt hér heima yfir veiðum og við hjá veiðin.is þökkum honum kærlega fyrir og ákveðum að heyrast síðar enda alltaf gaman að skoða hvað kollegar eru að sýsla. Þökkum Thomasi Björnstad fyrir skemmtilegt spjall og myndirnar úr veiðiferðinni í dag.

Myndir: Thomas Björnstad 

Comments

comments