Veiðileyfi í Litlu Þverá í Borgarfirði

Litla-Þverá 2013

Á veiðileyfa söluvefnum Veiða.is kemur fram að vefurinn hefur fengið Litlu Þverá í Borgarfirði inn á söluvef sinn og býður nú laus veiðileyfi fyrir næsta ár. Við skoðun á sölu veiðileyfa í ánna kemur fram að verðið er frá 22.000 kr. sem að hlýtur að teljast gott og laus eru leyfi í ágúst og september núna í dag á vefnum.

Litla-Þverá 2013 – Mynd: veiða.is

,,Nú höfum við aftur tekið í sölu veiðileyfi í Litlu Þverá í Borgarfirði – Litla-þverá var seld sumarið 2013 í fyrsta sinn sem sér veiðisvæði. Þar sem um fyrsta ár í sérsölu var að ræða, þá var áin veidd í aðeins 45 daga á 2 stangir. Það sumar var veiðin 132 laxar og gekk veiði því vonum framar þetta fyrsta ár.

Ekkert var sérstaklega selt í ána sumarið 2017 en árin 2014-2016 var lítilega veitt í ánni. Á þurrum sumrum getur áin orðið lítil en veiðitímabilið 2018 verður fyrst og fremst veitt að hausti til, þegar vatnsbúskapur á að vera hvað bestur.

Veiðitímabilið er frá 25. ágúst til 20. september. Seldir eru heilir, stakir dagar. Ekkert veiðihús er við ána. Verði er stillt í hóf.” Segir á vefnum .

Hérna má sjá lausa daga og verð veiðileyfa í Litlu-Þverá.

Litla-Þverá 2013   Mynd: veiða.is

Comments

comments