Gunnar Bender 60 ára. Hugurinn hjá ungu kynslóðinni!

,,Í Danmörku eru börn hvött í skólanum til að stunda stangaveiði og útivist. Hvergi séð þetta í skólum á Íslandi, Hvers vegna!”  Þannig hljómar Facebook færsla hjá hinum 60 ára Gunnari Bender í dag. En hann er sannur íþrótta- og útivistamaður eins og við vitum.

Einn helsti veiðisérfræðingur landsins og veiði fréttamaður undanfarna áratugi. Gunnar Bender, fagnar nú 60 ára afmæli sínu þar sem að hann dvelur í Danmörku í faðmi barna sinna, góðra vina og vandamanna.

Þeir sem til þekkja, vita jafnframt að Gunnar Bender stofnaði Sportveiðiblaðið fyrir 35 árum, þá 25 ára að aldri og fáir hafa lagt jafn mikið til þessa málaflokks með þeim hætti sem að hann hefur gert og bara aðdáunarvert þegar að ungir menn leggja með þor og hug á brattann með slík stór áform á síðustu öld með óeigingjörnu starfi sem að stóð ekki alltaf undir sér í byrjun.

En Gunnar Bender hefur staðið sem klettur með eigin hugjón og rekstri alla tíð, enda mikill íþróttamaður og hefur m.a. staðið þétt með sínu félagi, fótboltafélaginu Vali alla tíð og hefur verið mikill áhugamaður um íþróttir alla tíð, til dagsins í dag.

Hann fagnaði 60 ára  afmæli sínu þann 3. Janúar s.l. og Gunnari Bender hefur alltaf verið umhugað um æsku landsins og þeirri kynslóð sem að muni erfa landið og hefur m.a. ritstýrt og aðstoðað marga skóla landsins með útgáfu skólablaða um  árabil og sú vinna hefur mest verið rekin af hans hugsjón.

Við hjá Veiðin.is rákumst svo í dag á færslu Gunnars Benders, þar sem að honum er umhugað um hvernig danskir skólar leggja áherslu á að börn í skólunum læri að veiða fisk á stöng. ,,Ég hrósa SVFR og stjórnum þess, m.a. Þorsteini Ólafs og fleirum sem hafa gert mjög góða hluti en meira þarf til”  í samtali við Veiðina.is  ,,Vitundarvakningu þurfi almennt í samfélaginu fyrir útisvist barna ”

Gunnar Bender á tvær stúlkur í dönskum skóla og því fannst honum rétt að nefna það á Facebook síðu sinni að honum þætti skrítið að íslensk stjórnvöld og menntakerfi
landsins væri ekki að gera neitt í því að veita íslenskum börnum sömu forréttindi og fræðslu. Vinir hans tóku undir og bentu á áherslur í nágrannalöndunum og hve Ísland væri aftarlega í þessum efnum og bara alls ekki með.

Veiðin.is óskar þessum mikla höfðingja og frumkvöðli innilega til hamingju með 60 ára afmælið og það er víst að hann er alls ekki hættur afskiptum af veiði enda ungur í anda, hress og sprækur í alla staði eins og sönnum íþróttamanni sæmir.

Hér má sjá Facebook síðu Gunnars Bender : facebook.com/gunnar.bender.1

Comments

comments