Jóla Sportveiðiblaðið er komið út. Veiðin.is gefur heppnum lesendum eintak af Sportveiðiblaðinu

Sportveiðiblaðið er að koma úr prentsmiðjunni á eftir og hefst dreifing í dag að sögn Gunnars Bender. Blaðið fæst í öllum verslunum Pennans, veiðiverslunum og öllum betri verslunum landsins.

Um er að ræða þriðja blað ársins en Sportveiðiblaðið hefur verið gefið út í 35 ár.  Jólablaðið verður fullt af skemmtilegu efni, viðtölum, myndum og fróðleik að vanda og flott í jólapakkann.

Veiðin.is lofaði þann 29. nóvember að gefa fimm heppnum lesendum sem að líkar Sportveiðiblaðið eitt eintak hverjum núna fyrir jól og þeir heppnu eru:

Kristinn Bogi Antonsson,  Ragnar Ingi Danner, Gyða, Guðmundsdóttir, Viktor Guðmundsson og Reynir M. Sigmundsson.

Veiðin.is óskar hinum heppnu til hamingju með jólablað Sportveiðiblaðsins og það verður sent til þeirra í pósti í dag.  Við bendum lesendum á að hægt er að  skrá sig í áskrift á heimasíðu blaðsins sem er hér : Sportveiðiblaðið, heimasíða og áskrift

Comments

comments