Íslensk rjúpa til sölu, nýlega veidd og tilbúin í jólamatinn

Skv. frétt sem kom fram í Fréttablaðinu í vikunni kom fram að í það minnsta tvær auglýsingar þar sem gefið er til kynna að rjúpur séu til sölu er að finna á söluvefnum bland.is. En eins og alþjóð veit er bannað að selja rjúpur eða rjúpnaafurðir en veiðitímabilinu þetta árið lauk í endaðan nóvember eins og veiðimenn vita.

Skv. fréttinni kemur fram að á vefnum blandi.is ,  segir notandi sem auglýsir rjúpur til sölu að rjúpur „vanti heimili“ og nánari upplýsingar fáist í einkaskilaboðum en hinn auglýsir að rjúpur séu til sölu: „Vegna breyttra fyrirætlana um jólin eru tíu stykki rjúpur sem ég nýlega fjárfesti í til sölu,“ óskar hann eftir tilboðum í rjúpurnar. En báðir þessir aðilar nota vefinn Bland.is sem er opinber söluvefur og er öllum opinn og þessir aðilar hafa kosið að nýta sér hann með þessi meintu viðskipti. Hafa verður í huga að ekki liggur fyrir hvort að af viðskiptum hafi orðið eða að nokkuð ólöglegt hafi átt sér stað yfir höfuð. En skv. því sem kemur fram í fréttinni, segir að ef Umhverfisstofnun fái svona ábendingar séu þær sendar til lögreglu, segir jafnframt í Fréttablaðinu.

Comments

comments