SVFR – Umsóknarfrestur rennur út þann 2. janúar 2018, kl. 23.59

Stangaveiðifélag Reykjavíkur er búið að ákveða umsóknarfrest um umsókn veiðileyfa á næsta tímabili skv. tilkynningu á vef þeirra og skal hann vera 2. janúar 2018 kl. 23:59.

Myndir, Ritstjórn : Kúagil og Breiðan í Alviðru

,,Enginn frekari frestur verður gefinn heldur mun umsóknarvefurinn lokast á slaginu 23:59 (samkvæmt tölvukerfinu) og því er vissara að vera ekki að standa í þessu rétt fyrir lokun. Strax daginn eftir verður farið að vinna í að raða niður hollum og veiðileyfum og er það von okkar að sú vinna taki ekki langan tíma.

Við vorum að fá afbókun á hreint út sagt geggjuðum veiðileyfum í Langá. Annars vegar 30. júní – 3. júlí, 2 stangir, hins vegar 6. – 9. júlí, 1 stöng. Þess má til gamans geta að þann 28. júní er stórstreymt og því er fyrra hollið strax á eftir stórstreyminu. Áhugasamir hafi samband við stjaniben@svfr.is til að ganga frá bókun á þessum leyfum.” segir jafnframt á vef þeirra.

Hér er hægt að skoða veiðisvæði SVFR og hér er hægt að sjá söluskrá SVFR og þá er ekkert annað að gera en að skoða það sem er í boði og senda inn umsókn fyrir lokun umsóknarfrestsins, fyrir miðnætti þann 2. janúar n.k.

 

 

Comments

comments