Viðtal við Agnar Guðjónsson hjá Byssusmiðju Agnars í Kópavogi

Veiðin.is kíkti við hjá honum Agnari Guðjónssyni byssusmið í verslunina og verkstæðið, Byssusmiðju Agnars að Skemmuvegi 12, í Kópavogi þar sem að hann var önnum kafinn við að yfirfara byssur.

Það var létt yfir Agnari og nóg að gera og mikið um að vera framundan þar sem að hann er að rýma til í búðinni fyrir nýrri sendingu af byssum.

,, Ég er búinn að panta eithvað um 60 til 80 nýjar byssur sem eru á leiðinni til okkar í búðina núna á næstu vikum, sennilega verða þær komnar í búðina núna um áramótin,,

,, Við erum að rýma fyrir nýju byssunum og erum þess vegna með mjög hagstæð tilboð á byssum núna og t.d. erum við að bjóða Winchester SX3 Black Shaddow á aðeins 139.500 krónur á meðan að byrgðir endast og svo fáum við Winchester SX4 í væntanlegri sendingu. En þar verðum við einnig með nýjar byssur frá Browning, eins og A5 ULTIMATE PARTRIDGES, – A5 ONE, – A5 ONE COMPOSITE, A5 ONE CAMO COUTRY og A5 ONE CAMO MAX 5 ,,

Það er mjög mikið úrval af byssum og búnaði hjá Agnari og skotveiðimenn fá þar allt sem þeir þurfa hjá honum enda er verslunin full af vörum fyrir skotveiðimenn. Svo er alltaf gott að láta yfirfara byssurnar, eins og við vorum að gera og fengum hana í topp ástandi og yfirfarna. Agnar skaut svo af tveimur skotum í búðinni í gegnum sérstakan búnað, til þess að sjá virknina. Allt var upp á tíu hjá okkar manni sem er einn sá reyndasti í bransanum og með yfir 30 ára reynslu. Við mælum með að menn kíkji við hjá honum á Skemmuveg 12 á opnunartíma og skoði úrvalið. Núna er t.d. hægt að gera mjög góð kaup í byssum eins og áður sagði og svo er hægt að skoða heimasíðu fyrirtækisins með því að smella á link hennar : https://galleribyssur.com/

Við þökkum Agnari Guðjónssyni fyrir gott spjall og fróðlegt sem og góðar móttökur og eigum örugglega eftir að kíkja aftur fljótlega til hans.

 

 

Comments

comments