Hlíðarvatn í Selvogi

Hlíðarvatn í Selvogi er fallegt og gjöfult vatn í umhverfi þar sem náttúrufegurðin er mikil.
Vatnið er í 60 km fjarlægð frá Reykjavík og því stutt að fara frá höfuðborgarsvæðinu en Hlíðarvatn er staðsett á milli Þorlákshafnar og Krísuvíkur.

Hlíðarvatn er í eigu Strandarkirkju sem á jarðirnar Hlíð, Vogsósa og Stakkvík en SVH, SVFS, Ármenn og Árblik eru meðal söluaðila á veiðileyfum og selja félögin leyfin með húsum sem standa við vatnið.

Við hjá veiðin.is skruppum í vatnið s.l. sumar í góðu veðri í júlí en hann var frekar tregur þá, einn og einn með 1-3 fiska eftir daginn en s.l. sumar var ekki eins gjöfult og í meðal ári. Veiðin í vatninu hefur sveiflast úr 4.875 bleikjum á ári og niður í 730 bleikjur.

Í sumar veiddust 1.205 bleikjur í vatninu á 14 stangir. Í Botnavíkinni, þessum fræga veiðistað, veiddust aðeins 10 bleikjur í ár. Þessar sveiflur á milli ára eru töluverðar.

Mesta veiðin í vatninu var 2001 en þá veiddust 4.875 bleikjur sem var flott veiði en veiðin hefur verið misjöfn milli ára. Hlíðarvatn í Selvogi er rúmlega 3,3 km² að stærð og í 1 m hæð yfir sjó og mesta dýpi er um 5 metrar en meðaldýpt vatnsins er tæplega 3 metrar.

Þrátt fyrir miklar sveiflur í veiði á milli ára er alltaf von á að fá væna fiska í vatninu og hafa þeir stærstu verið um 8 punda bleikjur sjógengnar og flottar. Svo er bara fegurðin og útiveran ómetanleg í þessu fallega umhverfi og bónus ef að menn fá í soðið.

 

Comments

comments