16 tófur og 60 minkar – Skotveiðin

Við hjá veiðin.is heyrðum í Páli Árna Péturssyni skotveiðimanni sem var á tófuveiðum en þeir frændur Páll Árni Pétursson og Hörður Þór Guðjónsson hafa verið duglegir á veiðum undanfarið og voru á suðurlandi um helgina og náðu samtals 16 tófum.   Tveimur núna um helgina en þeir voru einnig á veiðum dagana á undan og samtals lágu því 16 tófur eftir túrinn sem er mjög góð veiði. Páll notar Sako Forester 243 Cal. riffil með Swarowski 6, 24×50 sjónauka sem að hann segir að hann sé mjög ánægður með og er að ná að hitta vel af færum sem eru vanalega um 100 til 150 metrar oftast nær undanfarið.

,,Ég er búinn að koma sjálfum mér mikið á óvart hvað það hefur gengið vel að jafnaði að ná góðum árangri með rifflinum og mjög lítið um feilskot hjá mér en við frændur höfum verið nokkuð iðnir við veiðarnar undanfarið og Hörður er mjög vanur og búinn að vera lengi í þessum tófu veiðum og hefur þjálfað mann alveg upp í þessum veiðiskap”

,,Þessi hvíta á myndinni sem ég tók í gær, ég feilskaut á hana á fimmtudaginn um hábjartan dag og í dauðafæri en svo lá hún í gær eftir mikinn eltingaleik á hlaupum.    En svo stoppaði hún allt í einu aðeins og ég hendist niður og á 2 sekúndna augnabliki     náði ég að miða á hana í miklu verra færi en hún steinlá í fyrsta skoti”

,,Ég bara var á harða hlaupum með riffilinn og orðinn lafmóður og hendist svo niður í öllum þessum látum við að ná henni á engum tíma. En dauðafærið sem ég klikkaði á, þá lá hún bara grafkyrr um daginn og ég fékk nógan tíma, en klikkaði ,, segir Páll og hefur gaman af.

Fer ekki mikill tími og yfirlega í veiðarnar ? ,,Jú þetta eru nokkrir dagar og kvöldstundir en höfum verið lika með hunda á daginn í minknum en erum með leyfi hjá bæjaryfirvöldum með að eyða mink og ref í kringum bæinn.

Eru Bæjarfélögin þá að greiða eithvað fyrir veiðarnar ? ,, Nei það er í vinnslu með að fá borgað. Ég fór ekkert í rjúpu í ár en fór í gæs og er að veiða á hverju veiðitímabili fyrir sig”

,, Við frædnur náðum 60 minkum frá því í lok ágúst og fram í miðjan september s.l. og allt á suðurlandinu, bæði skutum við þá og eithvað kom í gildrur og svo vorum við með hunda, þannig að það eru þá komin um 76 stykki á árinu segir Páll. Við frændur fengum veiðigenin beint í æð í æsku en feður okkar eru bræður og voru þeir mjög mikið á rjúpu og önd hér áður fyrr. Það eru átta ár á milli okkar en við höfum verið að veiða saman alveg frá þvi hann fékk byssuleyfið og þá fékk maður að fara með honum ef maður fór ekki með pabba’’

Þið hafið greinilega gaman af sportinu, útiverunni og skotveiðinni ? ,,Já mjög svo og ég er alveg á þvi að það séu forréttindi að fá svona veiðigen í arf” 

Þeir frændur eru hvergi hættir veiðum eins og þeir eiga kyn til og við munum fylgjast með þeim í framtíðinni og þökkum fyrir skemmtilegt spjall og góðar myndir að sinni.

 

 

Comments

comments