Tvær stokkendur með Monte Carlo tvíhleypum

Veiðin.is náði á Pálma Geir Sigurgeirsson þegar hann var á andaveiðum í dag. Nóg að gera í veiðinni og tvær stokkendur teknar í dag með Monte Carlo tvíhleypum og fjórar rjúpur lágu um síðustu Helgi. Pálmi veiðir villibráð allt árið um kring, bæði með byssu og stöng og eldar, þar sem að hann er matreiðslumeistari. Það er ánægjulegt þegar að menn geta sameinað vinnuna og áhugamálið og aldrei að vita nema Pálmi sendi okkur góðar uppskriftir sienna en alla vega eigum við pottþétt eftir að fá fleiri veiðisögur og myndir. Hann gaf okkur sem erum á veiðin.is leyfi til þess að njóta mynda sem hann á og er linkurinn á þær hér og endilega fylgið honum : www.instagram.com/hunter_palmi

Comments

comments