Tófur skotnar með haglabyssu og riffli

15.11.2017

Við hjá veiðin.is náðum sambandi við Pál Árna Pétursson sem var á tófuveiðum á suðurlandi í gær og náði tveimur í gærnótt. ,,það var mjög skemmtilegt hvernig þessar tvær voru teknar í gær og sérstaklega sú fyrri sem var tekin með haglabyssu. Þá vorum við búnir að eltast við hana og labba upp sporin eftir hana og allt í einu sprettur hún undan okkur í dauðafæri. Við erum búnir að sjá dálítið af rjúpu þegar við erum að lýsa á kvöldin en lítið um hópa en þetta ætti að friða hana eithvað, að taka þessar tófur ”

Comments

comments