Það var mjög rólegt á Holtavörðuheiði

27.10.2017

Við hjá veiðin.is heyrðum í rjúpnaskyttum sem fóru á Holtavörðuheiðina og Bröttubrekku um helgina. ,,Það var mjög rólegt á Holtavörðuheiði, ansi kalt eða -5 gráður og norðan kaldi, sáum engar rjúpur á há heiðinni en þeir sem voru neðar náðu einhverjum fuglum.

Á Bröttubrekku hittum við veiðimann frá Stykkishólmi sem var búinn að vera á gangi í 8 klukkutíma, kom í birtingu og var uppgefinn á labbi en með fjórar rjúpur upp úr krafsinu. Það var mikið af mönnum á Bröttubrekku og einhverjir voru á fjórhjólum. Besta veiðin var neðarlega í Bröttubrekku en besta veiðin var í byrjun. Lítið var af fréttum frá Skjaldbreið en menn voru að fá ágætis veiði bæði fyrir norðan og vestur á fjörðum.

Comments

comments